Vilja taka að sér verkstjórnina

Ingibjörg Sólrún og Össur fara af fundinum með Geir og …
Ingibjörg Sólrún og Össur fara af fundinum með Geir og Þorgerði Katrínu. mbl.is/Golli

Það ræðst vænt­an­lega í dag hvort rík­is­stjórn­in held­ur velli. For­ystu­menn flokk­anna hitt­ust í gær á heim­ili for­sæt­is­ráðherra til að fara yfir stjórn­ar­sam­starfið. Fátt stend­ur út af borðinu í viðræðum flokk­anna, nema að Sam­fylk­ing­in vill taka að sér „verk­stjórn­ina“, en Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er ekki reiðubú­inn að gefa eft­ir for­sæt­is­ráðuneytið.

Sam­kvæmt heim­ild­um úr Sam­fylk­ing­unni var lagður fram listi yfir verk­efni sem þyrfti að ráðast í og velt­ur framtíð sam­starfs­ins á því að orðið verði við þeim kröf­um. Er það rök­stutt með því að eitt­hvað þurfi að ger­ast fram að kosn­ing­um, annað en að skipt yrði um formann í Sjálf­stæðis­flokkn­um.

En heyra má á sjálf­stæðismönn­um að ekk­ert nýtt sé á þeim lista sem Sam­fylk­ing­in hafi lagt fram og jafn­framt að þar sé ekk­ert þess eðlis að flokk­arn­ir geti ekki náð sam­komu­lagi um það.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er reiðubú­inn að gera breyt­ing­ar á yf­ir­stjórn Seðlabank­ans og stokka upp ráðherra­skip­an, að því er heim­ild­ir herma, en í því felst að Sam­fylk­ing­in fengi fjár­málaráðuneytið og Árni Mat­hiesen viki frá.

Raun­ar var gert sam­komu­lag þar að lút­andi á milli stjórn­ar­flokk­anna fyr­ir síðustu jól, en frestað var að hrinda sam­komu­lag­inu í fram­kvæmd að beiðni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, þar til Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir hefði lokið lækn­is­meðferð.

Þá set­ur ekki strik í reikn­ing­inn í stjórn­ar­sam­starf­inu sú krafa Sam­fylk­ing­ar að unnið verði að sam­komu­lagi um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá, þannig að sækja megi um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu í kjöl­far þing­kosn­inga í vor.

Ráðherra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að sam­starfið muni „springa“ ef Davíð Odds­son seðlabanka­stjóri verði ekki lát­inn fara, en það segja sjálf­stæðis­menn aðeins „skálka­skjól“ og að stóll for­sæt­is­ráðherra sé það eina sem skilji á milli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert