„Atlaga“ felldi íslenska kerfið

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, utan …
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, utan við Ráðherrabústaðinn skömmu fyrir fall bankanna. mbl.is/Brynjar Gauti

Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Kaupþings, seg­ir í bréfi sem hann sendi nán­ustu vin­um sín­um og sam­starfs­mönn­um í gær, og Morg­un­blaðið hef­ur und­ir hönd­um, að „at­laga“ hafi verið gerð að ís­lenska fjár­mála­kerf­inu, á markaði með skulda­bréfa­trygg­ing­ar, sem var meðal þátta sem felldu kerfið.

Lán­veit­ing­ar Kaupþings, meðal ann­ars til val­inna viðskipta­vina vik­urn­ar áður en bank­inn féll, þar á meðal Sheik Al-Thani og Ólafs Ólafs­son­ar, hafi verið gerðar að beiðni þýska bank­ans Deutsche Bank sem var stærsti lán­veit­andi Kaupþings. Þær voru gerðar til þess að berj­ast gegn at­lögu að kerf­inu, seg­ir Sig­urður í bréfi sínu.

Sig­urður seg­ir að neyðarlög­in, sem sett voru til að verja inn­lenda banka­starf­semi í land­inu í byrj­un októ­ber, hafi „senni­lega verið mestu mis­tök­in“ í röð ákv­arðana stjórn­valda sem leiddu til þess að ís­lenska fjár­mála­kerfið hrundi á einni viku.

Í bréfi Sig­urðar, þar sem hann fjall­ar um markað með skulda­trygg­ing­ar, seg­ir meðal ann­ars: „Umræða um að verið væri að spila með þenn­an skulda­trygg­inga­markað varð al­menn­ari og ekki ein­ung­is bund­in við Ísland. Okk­ur bár­ust líka ábend­ing­ar um að viðskipti með skulda­trygg­ing­ar bank­ans væru sára­lít­il, viðskipt­in færu fram í tölvu­kerfi þar sem þrír aðilar sendu kaup- og sölu­til­boð einu sinni á dag. Viðskipti yrðu síðan ef til­boðin mætt­ust og við viss­um til þess að álagið hafði hækkað tíu daga í röð án þess að nokk­ur viðskipti hefðu orðið! Þær hækk­an­ir líkt og aðrar voru til­efni nei­kvæðra frétta um stöðu bank­ans jafnt inn­an­lands sem utan.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert