Þeir Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson hlutu í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin, Einar fyrir skáldsögu sína Ofsa, og Þorvaldur fyrir ævisögu Lárusar Pálssonar, leikara.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Bessastöðum nú síðdegis.
Verðlaunin voru afhent í 20. sinn í dag. Fyrst voru þau afhent í ársbyrjun 1990 og þá var einn verðlaunahafi, Stefán Hörður Grímsson, ljóðskáld. Árið eftir var byrjað að veita verðlaun fyrir fagurbókmenntir annars vegar og fræðirit hins vegar.