Enn lækkar verð mjólkurkvóta

Meðalverð á mjólkurkvóta er komið niður í rúma 221 krónu á lítrann. Verðið var 238 krónur fyrir rúmri viku en fór hæst í 405 krónur um mitt ár 2005. Viðskipti frá upphafi verðlagsársins, 1. september, eru 60% af því sem selt hafði verið á sama tíma í fyrra.

Á vef Landssambands kúabænda segir að þann 1. febrúar verði staðfest viðskipti með 174.435 lítra greiðslumarks. Alls verði viðskipti frá upphafi verðlagsársins, sem hefst 1. september, þá orðin 1.252.455 lítrar og meðalverð síðustu 500 þús. lítra 221,14 kr. Meðalverðið hefur þar með lækkað um 27,3% frá meðalverði við upphaf verðlagsársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert