Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur undanfarnar vikur mælt hraða bíla á Strembugötu. Segir lögreglan, að 66,5% ökutækja sé ekið yfir hámarkshraða, sem er 50 km á klukkustund. Sá er hraðast ók mældist töluvert yfir hámarkshraða og þó nokkrir mældust yfir 100 km hraða.
Þrír ökumenn voru sektaðir í sl. viku vegna hraðaksturs, allir á Strembugötu. Sá er hraðast ók mældist á 70 km hraða.
Lögreglan segist ætla að halda áfram að fylgjast með umferð um Strembugötu í þeim
tilgangi að ná niður umferðarhraða.