Húsfyllir hjá Vinstri grænum

Frá flokksráðsfundi VG
Frá flokksráðsfundi VG mbl/ómar

Húsfyllir var á flokksráðsfundi Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs sem var að ljúka rétt í þessu. Á annað hundrað félaga mætti á fundinn þar sem formaðurinn, Steingrímur J. Sigfússon, gerði grein fyrir stöðunni í stjórnarmyndunarviðræðun við Samfylkinguna. Fundurinn lýsti yfir stuðningi við þátttöku þingflokksins í viðræðunum.

Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun einróma: Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs haldinn í Reykjavík 27. janúar 2009 lýsir yfir stuðningi við þátttöku þingflokksins í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum og vonar að þær verði leiddar til lykta með farsælum hætti.

Fundurinn var lokaður fjölmiðlum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert