Hvalveiðar leyfðar til 2013

Hvalveiðiskip gangsett í Reykjavíkurhöfn
Hvalveiðiskip gangsett í Reykjavíkurhöfn mbl.is/ÞÖK

Ein­ar K. Guðfinns­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra hef­ur í dag gefið út reglu­gerð um veiðar á hrefnu og langreyði á ár­un­um 2009, 2010, 2011, 2012 og 2013. Leyfi­leg­ur heild­arafli skal nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt þessu verður heim­ild að veiða allt að 150 langreyðar á ári og 100 hrefn­ur. Heim­ilt verður að flytja allt að 20% af veiðiheim­ild­um hvers árs yfir á næsta ár á eft­ir.

Í til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu seg­ir, að veiðar á langreyði í at­vinnu­skyni hafi byrjað haustið 2006 en legið niðri síðan vegna óvissu um sölu afurða. Nú hafi þeirri óvissu verið eytt.

Þá hóf­ust veiðar á hrefnu í vís­inda­skyni árið 2003 og lauk árið 2007. Alls voru veidd 200 dýr. Veiðar á hrefnu í at­vinnu­skyni hóf­ust árið 2006 og hafa verið stundaðar síðan. Alls hafa 46 dýr verið veidd í at­vinnu­skyni og afurðirn­ar að lang­mestu leyti farið á inn­lend­an markað. Á þess­um tíma hafa því alls verið veidd­ar 246 hrefn­ur.

Sam­kvæmt reglu­gerðinni skal veita leyfi til veiða á hrefnu á ár­un­um 2009-2013  þeim ís­lensku skip­um, sem eru í eigu eða leigu ein­stak­linga eða lögaðila sem hafa stundað hrefnu­veiðar í at­vinnu­skyni á ár­un­um 2006-2008 eða fé­laga sem þeir hafa stofnað um slíka út­gerð. Einnig er heim­ilt að veita leyfi þeim ein­stak­ling­um eða lögaðilum sem að mati ráðherra hafa sam­bæri­lega reynslu af út­gerð á hrefnu­veiðum í at­vinnu­skyni.

Þá verður ein­göngu þeim skip­um, sem eru sér­út­bú­in til veiða á stór­hvöl­um, heim­ilt að taka þátt í veiðum á langreyði.

Þá seg­ir ráðuneytið, að sú ákvörðun að veiðiheim­ild­ir séu til 5 ára sé í sam­ræmi við al­menna venju inn­an Alþjóðahval­veiðiráðsins. Þar séu veiðiheim­ild­ir, t.d. veiðiheim­ild­ir Banda­ríkj­anna, jafn­an ákveðnar til 5 ára í senn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka