IFAW: Undrun og vonbrigði

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Alþjóða dýraverndunarsjóðurinn (IFAW) lýsir furðu sinni og vonbrigðum með þá ákvörðun Einars K. Guðfinnsonar fráfarandi sjávarútvegsráðherra „að gefa í morgun út reglugerð um stórfelldar veiðar á hrefnu og langreið til næstu 5 ára. IFAW samtökin hafa lagt áherslu á samvinnu við Íslendínga um uppbyggingu á hvalaskoðun í tvo áratugi en um 115.000 manns fóru í slíkar ferðir á síðasta ári. Þar með hefur skapast jákvæður valkostur í stað hvalveiða sem geta skaðað ímynd Íslands og efnahag,“ segir í fréttatilkynningu frá samtökunum.

Þar segir einnig: „Hvalveiðar eru grimmdarlegar og ónauðsynlegar fyrir Íslendinga. Það er engin þekkt leið til að drepa jafn stór dýr í hafinu á mannúðlegan hátt. Ákvörðun ráðherrans í morgun mun vekja hörð viðbrögð víða um heim nema að hún verði fljótt afturkölluð. Við minnum á að allar helstu viðskiptaþjóðir Íslendinga hafa mótmælt hvalveiðum við Ísland formlega og að ESB er alfarið andvígt veiðunum. Við hvetjum nýjan sjávarútvegsráðherra eindregið til að draga til baka þessa örvæntingarfullu ákvörðun fráfarandi ráðherra sem þjónar alls ekki hagsmunum Íslendínga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert