Þær fréttir, að Jóhanna Sigurðardóttir kunni að taka við embætti forsætisráðherra á Íslandi, hafa vakið athygli erlendis. Þar á meðal fjallar breskur fréttavefur, sem fjallar um mál frá sjónarhóli samkynhneigðra, um málið og segir að Jóhanna gæti orðið fyrsti samkynhneigði forsætisráðherra heims.
Fram kemur á vef Alþingis, að maki Jóhönnu sé Jónína Leósdóttir, blaðamaður og leikskáld.
Á fréttavefnum pinknews segir að Jóhanna hafi verið þingmaður frá árinu 1978 og sé vinsælasti stjórnmálamaður á Íslandi ef marka megi skoðanakannanir.