Minn tími mun koma, sagði Jóhanna 1994

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir mbl.is/Frikki

Jóhanna Sigurðardóttir tapaði fyrir Jóni Baldvini Hannibalssyni í formannskjöri á flokksþingi Alþýðuflokksins í júní árið 1994. Er úrslit lágu fyrir hélt Jóhanna ræðu þar sem hún sagðist ganga ósár frá þessum leik þótt hún hefði tapað einni orrustu við Jón Baldvin. „Ósigur er ekki endalok alls, því í sigri geta rætur ósigurs leynst en í ósigri rætur velgengni. Minn tími mun koma,“ voru eftirminnileg lokaorð hennar í ræðu á flokksþinginu.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, gerði í gær tillögu um að Jóhanna Sigurðardóttir tæki við sem forsætisráðherra. Ingibjörg sagði að Jóhanna væri í raun tákngervingur fyrir það sem gera þyrfti.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert