Óvenju mikið um erlenda ferðamenn

Starfs­menn upp­lýs­inga­miðstöðvar ferðamanna í Reykja­vík telja að óvenju mikið sé um er­lenda ferðamenn um þess­ar mund­ir, á árs­tíma sem alla jafna er frem­ur ró­leg­ur í ferðaþjón­ustu.

Tekið var á móti 30% fleiri gest­um í miðstöðinni í sept­em­ber, októ­ber og nóv­em­ber 2008 ef born­ir eru sam­an mánuðir milli ára 2007 og 2008. Des­em­ber­mánuður sló hins veg­ar öll fyrri met um auk­inn gesta­fjölda með 43% fjölg­un heim­sókna miðað við 2007.

Þrátt fyr­ir að fjölg­un er­lendra ferðamanna allt árið 2008 hafi verið minni en und­an­far­inn ára­tug - um 3% í stað um það bil 8% fjölg­un­ar að jafnaði sl. 10 ár sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Ferðamála­stofu - virðist sem þeir leiti meira til upp­lýs­inga­miðstöðva og bóki þar sín­ar ferðir, gist­ingu og aðra þjón­ustu. Það er, skv. upp­lýs­ing­um frá miðstöðinni, í takt við þá þróun í ferðaþjón­ustu, bæði hér­lend­is og ann­arstaðar, að ferðamenn verða sí­fellt sjálf­stæðari í sinni skipu­lagn­ingu auk þess sem þeir eru hvat­vís­ari í ferðakaup­um og kaupi til að mynda helg­ar­ferð með afar skömm­um fyr­ir­vara ef hún gefst á hag­stæðu verði.

Mikið spurt um norður­ljós­in

„Starfs­fólk upp­lýs­inga­miðstöðvar­inn­ar tel­ur að óvenju mikið sé um er­lenda ferðamenn um þess­ar mund­ir, á árs­tíma sem alla jafna er frem­ur ró­leg­ur í ferðaþjón­ustu. Þeir séu spennt­ir fyr­ir hefðbundn­um kynn­is­ferðum, svo sem í Bláa lónið og á Gull­foss og Geysi. Einnig er mikið spurt um norður­ljós­in og ýms­ar ferðir þeim tengd­ar. Þá er einnig mikið spurt um söfn og sýn­ing­ar af ýmsu tagi, lif­andi tónlist, veit­ingastaði, sund­laug­ar og heim­sókn­ir í heilsu­lind­ir. Enn­frem­ur selj­ast dýr­ari ferðir, svo sem jeppa­ferðir með fáa farþega, bet­ur nú en oft áður og að fólk setji verðlagið síður fyr­ir sig,“ seg­ir í frétt frá Upp­lýs­inga­miðstöðinni.

Þar seg­ir einnig: „End­ur­greiðsla á virðis­auka til er­lendra ferðamanna jókst að sama skapi gríðarlega og því ljóst að sala á ýms­um vör­um til þessa hóps hef­ur auk­ist mikið. End­ur­greiðsla Ice­land Refund í upp­lýs­inga­miðstöðinni í októ­ber og nóv­em­ber jókst að meðaltali um 194% milli ára 2007 og 2008. Í takt við met­fjölda í upp­lýs­inga­miðstöðinni í des­em­ber varð al­ger sprengja í end­ur­greiðslu virðis­auka til er­lendra ferðamanna í þeim mánuði eða 400% og því lík­legt að tölu­vert marg­ir hafi keypt jóla­gjaf­ir í borg­inni áður en haldið var heim.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka