Óvíst með Frjálslynda

Guðjón A. Kristjánsson ræðir við fréttamenn eftir fundinn með formönnum …
Guðjón A. Kristjánsson ræðir við fréttamenn eftir fundinn með formönnum VG og Samfylkingarinnar. Árni Sæberg

Ekki hef­ur verið ákveðið hvort Frjáls­lyndi flokk­ur­inn styðji minni­hluta­stjórn Sam­fylk­ing­ar og VG, að því er fram kom í máli Guðjóns A. Kristjáns­son­ar, for­manns Frjáls­lyndra, þegar hann gekk út af fundi með for­mönn­um flokk­anna tveggja.

„Við styðjum góð mál hvaðan sem þau koma. Við höf­um alltaf gert það,“ sagði Guðjón og bætti við að enn sem komið er væri bara um vanga­velt­ur að ræða og vinna þyrfti meira í mál­un­um áður en upp­röðun á verk­efn­um ligg­ur fyr­ir og í hvaða röð fara á með þau í gegn­um þingið. Mikið verk væri óunnið í þeim efn­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert