„Ég tel að það hafi aldrei verið jafnbrýnt að endurvekja traust á þessum tveimur mikilvægu stofnunum fjármálakerfisins, Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu,“ segir Jón Sigurðsson sem sagði af sér sem bankaráðsmaður í Seðlabankanum í gær. Hann segist telja að það sama gildi um Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, en Jón hefur einnig hætt störfum í stjórn þess.
Hann segir afsögn sína ekki tengjast stjórnarslitunum í gær. „Ég skrifaði þetta bréf um leið og ég skrifaði afsagnarbréf mitt í stjórn Fjármálaeftirlitsins þannig að þetta eru algerlega ótengdir hlutir.“
Varamaður Jóns í bankaráði Seðlabankans er Guðný Hrund Karlsdóttir. ben@mbl.is