Sjónvarpsfréttir mbl.is vinsælar

Fleiri skoðuðu sjónvarpsfréttir á mbl.is í síðustu viku en nokkru sinni frá því mælingar hófust fyrir rúmu ári. Innlend og erlend fréttamyndskeið voru skoðuð 521.587 sinnum. Til samanburðar var fjöldi skoðana vikuna þar á undan 316.389 sem þá var á nýtt met.

Á forsíðu mbl.is er nú að finna nýja þjónustu sem kölluð er fréttarenningurinn. Þar er hægt að nálgast markverðustu fréttamyndskeiðin, myndasyrpur og fréttaskýringar. Þessar upplýsingar eru uppfærðar reglulega og hægt er að skoða efni aftur í tímann með því að smella á örvarnar í renningnum. Mælingar síðustu viku sýna mikla ánægju með þessa þjónustu, en 378.541 flettingar áttu sér stað á tímabilinu.

Heildarnotkun mbl.is á sama tíma var einnig í sögulegu hámarki. 366.483 stakir notendur heimsóttu vefinn. Samtals voru innlit þessara notenda á vefinn 3.358.521 og flettingar samttals 22.632.118. Hver notandi heimsótti mbl.is því rúmlega 9 sinnum dag hvern og flettingar á hvern notanda voru tæplega 62.

Að lokum má geta þess að nýskráningum á blog.is hefur fjölgað verulega að undanförnu. Þannig skráðu 190 sig fyrir bloggsíðum í síðustu viku. Í dag eru 18.541 skráðir notendur á blog.is. Fjöldi virkra bloggfærslna er nú rúmlega 600 þúsund og skrifaðar hafa verið yfir tvær milljónir athugasemda við þessar bloggfærslur. Vefurinn var opnaður 1. april 2007.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka