Skýrt umboð aðalatriðið

Frá fundi Framsóknarmanna í Alþingishúsinu í kvöld.
Frá fundi Framsóknarmanna í Alþingishúsinu í kvöld. Árni Sæberg

„Nú bíðum við eft­ir því að Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in komi sér sam­an um atriði sem við get­um svo metið. Aðal­atriðið er að ný rík­is­stjórn hafi skýrt umboð til ákveðinna verka áður en kosið er,“ seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son. Fundi þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins var að ljúka.

Fund­inn sátu Sig­mund­ur Davíð og helstu starfs­menn flokks­ins. Sig­mund­ur Davíð seg­ir ekki ljóst enn hvaða skil­yrði flokk­ur­inn set­ur fyr­ir því að verja minni­hluta­stjórn Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar falli.

Sig­mund­ur Davíð seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn muni bregðast við þeim atriðum sem Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in komi sér sam­an um. „Við vilj­um að ein­blínt verði á það að grípa til rót­tækra aðgerða fyr­ir heim­il­in og fyr­ir­tæk­in í land­inu. Það er mik­il þörf á því. Ég get ekki svarað því hvernig þær verða ná­kvæm­lega, þar sem end­an­leg niðurstaða um stjórn­ar­mynd­un ligg­ur ekki fyr­ir. En það þarf að nýta tím­ann vel og hafa hraðar hend­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert