Ekki ákveðið hvenær auglýsa á stjórastöður

mbl.is

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær starf bankastjóra Landsbankans verður auglýst, að sögn Ásmundar Stefánssonar, formanns bankaráðs.

„Ég vil ekki nefna neina tímasetningu fyrr en tilkynnt verður um það. Mér finnst það ekki vera rökrétt. Það væri þá í sjálfu sér ígildi auglýsingaboðunar ef ég gerði það,“ segir Ásmundur, en í tilkynningu á vef bankans hinn 13. janúar síðastliðinn, sagði að staðan yrði auglýst á næstu dögum.

Staða bankastjóra Nýja Glitnis verður auglýst þegar efnahagsreikningur bankans liggur fyrir, að því er Valur Valsson bankaráðsformaður greinir frá. Hann segir ekki ljóst hvenær það verður. „Vegna þess að það er ekki á okkar valdi hvenær það liggur fyrir er erfitt að segja um það. Við höfum giskað á að það yrði kannski í febrúar.“

Fyrir rúmri viku var tilkynnt að stjórn Nýja Kaupþings hefði ákveðið að framlengja ráðningarsamning Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra til ársloka 2009. Ákveðið hefur verið að auglýsa starf bankastjóra undir árslok. Í tilkynningu frá Nýja Kaupþingi sagði að bráðabirgðastjórn bankans hefði ráðið Finn tímabundið til starfa í október 2008. Bent var á að Finnur hefði ekki starfað hjá „gamla bankanum“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert