ESB ekki á dagskrá í vor

Reuters

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir ekki standa til að kjósa um hvort ganga eigi til aðildarviðræðna við ESB samhliða kosningum í vor. Þá sé flokkur hans raunsær í því að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) verði ekki sagt upp. Hann staðfestir að rætt sé um möguleika á að kyrrsetja eigur auðmanna.

„Þetta er eitt af þeim viðfangsefnum sem eru á málaskránni og við erum að ræða,“ segir Steingrímur um það hvort væntanleg ríkisstjórn muni setja í lög að Fjármálaeftirlitið geti kyrrsett eigur auðmanna. Slíkar heimildir séu þekktar í lögum víða í nágrannalöndum okkar. „Þær gefa stjórnvöldum tiltekna möguleika við svona aðstæður til að tryggja að verðmæti gangi ekki undan þjóðarbúinu.“ Hann vísar á bug að slíkt stangaðist á við stjórnarskrá, enda yrði málið yfirfarið af lögfræðingum. Frumvarp VG þessa efnis liggi þegar fyrir Alþingi.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka