Lögregla beitti piparúða

Mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica í kvöld.
Mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica í kvöld. mbl.is/Ómar

Lög­regl­an beitti rétt í þessu piparúða til þess að halda mót­mæl­end­um í skefj­um fyr­ir utan Hilt­on Nordica hót­elið í Reykja­vík. Mót­mæl­end­ur höfðu fært sig bak við hót­elið, en inn­an­dyra fer fram mót­töku­at­höfn vegna mál­stofu á veg­um NATO.

Lög­regl­an hand­tók tvo mót­mæl­end­ur fyrr í kvöld og nokkra til viðbót­ar nú áðan. Gríðarleg ör­ygg­is­gæsla er við hót­elið en nú virðist vera að hitna í kol­un­um.

Fólk utan við Hilton Nordica hótelið í kvöld.
Fólk utan við Hilt­on Nordica hót­elið í kvöld. mbl.is/​júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert