Milljarðalán skömmu fyrir hrun

mbl.is

„Þetta snýst um að minnsta kosti 280 millj­arða króna sem lánaðir voru til Robert Tchenguiz frá sept­em­ber 2007 fram að falli bank­anna í októ­ber síðastliðnum. En meðan á lán­veit­ing­un­um stóð féll gengi í fé­lagi Tchenguiz, Mitchell's & Butler's, mjög hratt,“ seg­ir Krist­inn Hrafns­son fréttamaður um efni síðasta Komp­ásþátt­ar­ins. Þátt­ur­inn kom aldrei til sýn­ing­ar á Stöð 2 þar sem hann var lagður niður og starfs­mönn­um sagt upp. Vitað er að Tchenguiz var um tíma viðskipta­fé­lagi Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, aðal­eig­anda 365 miðla.

Síðasta lánið til Tchenguiz var, sam­kvæmt heim­ild­um Krist­ins, upp á 10 millj­arða króna þann 3. októ­ber síðastliðinn, aðeins nokkr­um dög­um fyr­ir banka­hrunið.

Krist­inn seg­ir að sam­kvæmt sín­um heim­ild­um hafi lána­regl­ur inn­an Kaupþings verið þver­brotn­ar, þó svo að lán­in hafi verið veitt með vit­und lána­nefnd­ar bank­ans.

Mati á eign­um sem lá til grund­vall­ar veði virðist hafa verið mjög ábóta­vant og í þeim til­fell­um sem regl­ur voru brotn­ar hafi verið allt að 115-120% um­fram veðgildi eigna sem lágu til grund­vall­ar.

Öll lán­in, upp á 280 millj­arða króna, hafi farið í gegn­um fé­lag sem Tchenguiz rek­ur og er með aðset­ur á bresku Jóm­frúreyj­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert