Mótmæltu hækkun vöruverðs í Krónunni

Vörur í krónunni eru merktar með límmiðum sem á stendur …
Vörur í krónunni eru merktar með límmiðum sem á stendur 12,7%.

Hópurinn 12.7 fór í allar verslanir Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu kl. 16 í dag til að merkja vörur með límmiðum sem á stendur „12,7% dýrara“. Það gekk ekki átakalaust fyrir sig á öllum stöðum því í verslun Krónunnar á Bíldshöfða var kallað eftir aðstoð lögreglu. Málið leystist hins vegar friðsamlega að lokum.

Alls tóku 12 þátt í aðgerðunum í dag að sögn Eyþórs Jóvinssonar, eins af mótmælendunum. Hópurinn vill vekja athygli á því hvað vöruverð hafi hækkað mikið, sem hafi alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa landsins.

Hópurinn hefur sent frá sér tilkynningu sem er eftirfarandi:

„Vöruverð í matvöruverslunum hækkað mikið síðan bankarnir féllu. Samkvæmt verðkönnun ASÍ, sem gerð var í vikunni 27. október til 31. október, hefur „lágvöruverslunin“ Krónan hækkað vöruverð hvað mest eða um 12,7% að meðaltali. Vöruflokkar, s.s. kjöt, hefur hækkað um 21,2%, sælgæti um 17,5% og grænmeti og ávextir um 15% hjá Krónunni. Á sama tíma hafa verslanir eins og Bónus og Nettó „aðeins“ hækkað um 8%. Minnst hækkun er í Nóatúni eða 1,2%

Í dag klukkan 16:00 mun hópurinn 12.7 fara í allar verslanir Krónunnar á höfuðborgarsvæðinu og merkja vörur með límmiðum sem á stendur 12,7% dýrara. Þar erum við að vitna í hækkun vöruverðs í Krónunni.

Með því að fara í verslanir Krónunnar erum við að vekja athygli á því hvað vöruverð hefur hækkað mikið en það hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa landsins.

Með þessu viljum við vekja almenning til meðvitundar um vöruverð og að vera gagnrýnið á tímum sem þessum. Við skorum á byrgja og verslunareigendur að halda matvöruverði í algjöru lágmarki þar sem matvæli er nauðsynjavara.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert