Næsta hrun í Bretlandi?

Breska hagkerfið er á barmi hruns, að mati bandarísks tímarits.
Breska hagkerfið er á barmi hruns, að mati bandarísks tímarits.

Banda­ríska tíma­ritið For­eign Policy birt­ir á vef sín­um í dag um­fjöll­un um þær þjóðir, sem tald­ar eru lík­leg­ast­ar til að lenda í fjár­mála­hruni líkt og gerst hef­ur á Íslandi. Er Bret­land þar efst á list­an­um en á eft­ir fylgja Lett­land og Grikk­land.

Tíma­ritið seg­ir, að ástandið sé sér­lega slæmt í Bretlandi vegna þess hve hag­kerfi lands­ins sé háð fjár­mála­starf­semi. Nú skuldi bresk­ir bank­ar um 4,4 bill­jón­ir dala og það sé stór biti að kyngja í ljósi þess að lands­fram­leiðslan sé 2,1 bill­jón.

Þá seg­ir blaðið að bresk stjórn­völd hafi þegar þjóðnýtt stór­an hluta af fjár­mála­geir­an­um og ótt­ast sé að frek­ari aðgerðir í þá veru séu vænt­an­leg­ar. Bresk rík­is­fjár­mál séu orðin svo fyr­ir­ferðar­mik­il í hag­kerf­inu að landið sé nú kallað Sov­ét-Bret­land.

Auk land­anna þriggja, sem tal­in voru upp hér að fram­an, nefn­ir For­eign Policy Úkraínu og Ník­aragva.

For­eign Policy

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert