Gífurleg öryggisgæsla við NATO fund

Lögregla og mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica hótelið í kvöld.
Lögregla og mótmælendur fyrir utan Hilton Nordica hótelið í kvöld. mbl.is/júlíus

Búsáhaldabyltingin heldur áfram; nú eru um 60 mótmælendur berjandi trommur og búsáhöld fyrir framan Hilton Nordica hótelið við Suðurlandsbraut þar sem fram fer opnunarmóttaka fyrir 300 gesti málstofu Atlantshafsbandalagsins.

Fjölmennt lið lögreglu er á svæðinu og gífurleg öryggisgæsla. Lögregla hefur girt af öryggissvæði fyrir framan hótelið og ætlar greinilega ekki að hleypa neinum framhjá borðum sem strengdir hafa verið þar.

„Friður á Íslandi“, „Enginn her“ og „Friður“ er meðal þess sem lesa má af skiltum mótmælenda.

Hópur fólks fyrir utan Nordica Hilton hótelið í kvöld.
Hópur fólks fyrir utan Nordica Hilton hótelið í kvöld. mbl.is/júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert