Samþykkt var á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. í dag að lækka þóknun stjórnarmanna félagsins um 15%. Stjórnarformaður fær þá 170.000 á mánuði og aðrir stjórnarmenn 85.000.
Ómar Benediktsson, sem verið hefur stjórnarformaður, hættir í stjórninni og Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur er nýr stjórnarmaður. Aðrir í stjórn RÚV eru Margrét Frímannsdóttir, Svanhildur Kaaber og Kristín Edwald, eini karlinn í stjórninni er nú Ari Skúlason. Tap Rúv ohf var tæplega 740 milljónir króna sem dregst frá eigin fé félagsins, skv. frétt á vefsíðu RÚV.