Sex handteknir

Mótmælendur við Nordica Hilton í kvöld.
Mótmælendur við Nordica Hilton í kvöld. mbl.is/Júlíus

Alls voru sex mót­mæl­end­ur hand­tekn­ir utan við Hilt­on Nordica hót­elið í kvöld skv. upp­lýs­ing­um lög­regl­unn­ar. Í eitt skipti beitti lög­regl­an piparúða til þess að hafa hem­il á mót­mæl­end­um.´

Á hót­el­inu fór fram mót­töku­at­höfn vegna mál­stofu á veg­um Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) sem hefst  í fyrra­málið.

Gríðarleg ör­ygg­is­gæsla var við hót­elið, mót­mæl­end­ur voru mest um 70 tals­ins og lög­reglu­menn álíka marg­ir.

Lögreglan leiðir einn hinna handteknu á brott í kvöld.
Lög­regl­an leiðir einn hinna hand­teknu á brott í kvöld. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert