Sjómannasambandið fagnar hvalveiðum

Sjómannasambands Íslands fagnar ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að heimila hvalveiðar að nýju. Ákvörðun ráðherra er í samræmi við þá stefnu sem Sjómannasamband Íslands hefur haft í þessum málum.

„Á þingum Sjómannasambands Íslands hefur marg oft verið bent á nauðsyn hvalveiða í atvinnuskyni m.a. til að viðhalda eðlilegu jafnvægi í lífríki hafsins. 26. þing Sjómannasambands Íslands fagnar því sérstaklega að nú hefur verið opnað fyrir innflutning og sölu á hvalkjöti til Japans. Í þeim efnahagsþrengingum sem nú ríkja er nauðsynlegt að nýta öll atvinnutækifæri sem tiltæk eru, þar með talið að veiða hvali. Með opnun markaða fyrir hvalkjöt er ekkert því til fyrirstöðu að nýta þessa auðlind á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Þingið skorar á stjórnvöld að heimila bæði veiðar á Hrefnu og stórhvölum á næsta ári. Þingið ítrekar fyrri skoðun um að hvalveiðar í atvinnuskyni og starfsemi tengd hvalaskoðunarferðum með ferðamenn geti vel farið saman.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert