Skrifstofum Ferðamálastofu lokað

Skrifsstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum vann m.a. að kynningu á Íslandi …
Skrifsstofa Ferðamálastofu í Bandaríkjunum vann m.a. að kynningu á Íslandi í tengslum við frumsýningu myndarinnar The Bucket List.

Fram kem­ur á danska vefn­um Stand by að ákveðið hafi verið að loka skrif­stof­um Ferðamála­stofu er­lend­is. Seg­ir þar að skrif­stof­unni á Nor­datlantens Bryg­ge í Kaup­manna­höfn verði í síðasta lagi lokað í lok apríl.

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa feng­ist um málið hjá Ferðamála­stofu í Reykja­vík í morg­un. 

Fram kem­ur á Stand by að frétta­til­kynn­ing um málið sé vænt­an­leg á mánu­dag og að eng­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar hafi feng­ist er eft­ir því var leitað, hvorki á skrif­stof­unni í Kaup­manna­höfn né í Reykja­vík.

Þá seg­ir að ekki séu nema nokkr­ir mánuðir síðan ís­lensk yf­ir­völd hétu því að standa vörð um starf­semi skrif­stof­unn­ar enda litu þau á ferðamannaiðnaðinn sem nauðsyn­leg­an þátt í bar­áttu Íslend­inga við að kom­ast út úr krepp­unni.

Ferðamála­stofa rek­ur skrif­stof­ur í Kaup­manna­höfn, Frankfurt og New York.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert