Gert ráð fyrir að heildaskuldir ríkissjóðs aukist um ríflega 400 milljarða króna á árinu 2009 auk þess sem ríkissjóður mun ábyrgjast skuldir vegna Icesave/Edge og lán IMF o.fl. til Seðlabanka Íslands upp á tæplega 1.300 milljarða króna.
Nettóstaða ríkissjóðs (skuldir að frádregnum eignum) mun breytast úr því að vera neikvæð upp á ríflega 8 milljarða króna í 563 milljarða neikvæða stöðu.
Er þá gert ráð fyrir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna Icesave/Edge verði 150 milljarðar króna, að því er segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu.