Skýr skilaboð frá Svíum

Árni Finnsson.
Árni Finnsson.

Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands, seg­ir að gagn­rýni eins og sú sem for­seti Norður­landaráðs, Sinikka Bohlin, setti fram vegna ákvörðunar ís­lenskra stjórn­valda um að auka hval­veiðikvót­ann, sé afar fátíð.

„Ég held að Sví­ar hafi áhyggj­ur af því að þurfa að eiga við Íslend­inga vegna hval­veiða um leið og Ísland þurfi á hjálp Svía að halda,“ seg­ir Árni.

Sví­ar séu nú í for­sæti Norður­landaráðs og þeir verði í for­sæti ESB-ríkja á síðari hluta þessa árs. Slík milli­ríkja­deila myndi gera það erfiðara fyr­ir Fredrik Rein­feldt, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, að veita Íslend­ing­um þá aðstoð sem ís­lensk stjórn­völd muni vafa­lítið sækj­ast eft­ir.

Árni tel­ur jafn­framt að hvort Ísland sæki um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á næst­unni eða ekki séu góð sam­skipti Íslands við Svíþjóð, ráðherr­aráð ESB og fram­kvæmda­stjórn­ina í Brus­sel lyk­il­atriði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert