Snjókoman í dag hleypti án efa kappi í marga krakka. Þessi myndarlegi snjókarl var reistur við Háaleitisbrautina í Reykjavík. Hann er tæpir þrír metrar að hæð og það voru Arnar, Elías, Dagur og Matthías Máni sem puðuðu í tvær klukkustundir við að reisa karlinn.