Uppfært í Ísland 2.0

Búsáhaldabyltingin eða Ísland 2.0.
Búsáhaldabyltingin eða Ísland 2.0. mbl.is/Skapti

Grannt er fylgst með atburðum á Íslandi í nágrannalöndunum og fjölmiðlar þar velta vöngum yfir þeim breytingum, sem eru að verða á íslensku samfélagið og stjórnmálum. Blaðamaður breska blaðsins Guardian segir að verið sé að uppfæra stýrikerfið í Ísland 2.0. 

„Á einu mótmælaspjaldinu utan við Alþingi í vikunni stóð: Ctl-Alt-Del. Install Iceland 2.0 og það er einmitt það sem mun gerast á næstu vikum. Nýjar fylkingar, sem láta stjórnast af hugmyndafræði til vinstri, munu rísa úr ösku ríkisstjórnar (Geirs H.) Haarde og samsteypustjórnir og nýir flokkar verða myndaðar og reynt að koma á þau óorði fram að kjördegi - þegar  kjósendur munu bíða í röðum eftir að styðja þá, sem lofa að reka (Davíð) Oddsson (hafi það ekki þegar gerst) og reyna að fást við íslensku efnahagsmálin og þau gríðarlegu vandamál sem þar eru með hliðsjón af hefðbundnari gildum," segir Ben H. Murray, blaðamaður Guardian í pistli á vef blaðsins.

Vefur Guardian 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka