Vel miðar í viðræðum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Árni Sæberg

Mynd­un minni­hluta­rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs (VG), með stuðningi Fram­sókn­ar­flokks­ins, er langt á veg kom­in en viðræður hóf­ust í gær af full­um krafti eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fékk umboð for­seta Íslands til að leiða viðræður við VG. Vinnu­hóp­ar beggja flokka voru að störf­um fram á nótt og viðræðurn­ar halda svo áfram í dag.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins eru enn nokk­ur atriði óút­kljáð og óvíst að viðræðunum ljúki í dag. Er stefnt að því að þeim ljúki í síðasta lagi á morg­un en flokks­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur verið boðuð til fund­ar annað kvöld. Ný rík­is­stjórn gæti því tekið við lykla­völd­un­um á föstu­dag ef ekk­ert óvænt kem­ur upp á.

Meðal þeirra atriða sem ágrein­ing­ur er um er boðað frum­varp Vinstri grænna um fryst­ingu eigna auðmanna, sem hvorki Sam­fylk­ing­in né Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn geta stutt, sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins. Telja báðir flokk­ar að rík­ar ástæður verði að vera fyr­ir slík­um aðgerðum og þær megi ekki stang­ast á við stjórn­ar­skrá og lög. Þá eru uppi ólík­ar hug­mynd­ir um kjör­dag en VG vill kjósa mun fyrr en Sam­fylk­ing­in eða fyr­ir páska, jafn­vel í lok mars eða byrj­un apríl. Sjálf­ur kjör­dag­ur­inn er því ófrá­gengið mál í viðræðunum sem og skipt­ing í ráðherra­stóla.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert