Búið að grafa 35% af göngunum

Myndin sýnir lengd ganganna 26. janúar síðastliðinn.
Myndin sýnir lengd ganganna 26. janúar síðastliðinn. Mynd/bb.is

Búið er að grafa rúmlega þriðjung Bolungarvíkurganga, eða tæpa 1.800 metra, samkvæmt fréttavefnum vikari.is í Bolungarvík. Hnífsdalsmegin voru bormenn búnir að sprengja 860 metra og Bolungarvíkurmegin 935 metra. Vatn hefur ekki tafið framkvæmdina svo neinu nemi. 

Samkvæmt upplýsingum á vef um göngin á heimasíðu bb.is komust bormennirnir fyrir nokkru í gegnum setlag sem hafði tafið framgang gangagerðarinnar. Samtals er nú búið að grafa um 35% af heildarlengd ganganna.

Vefur um Bolungarvíkurgöng

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert