Bónus hækkar mest en Krónan minnst

Af lágvöruverðsverslunum hefur Bónus hækkað verð mest en Krónan minnst.
Af lágvöruverðsverslunum hefur Bónus hækkað verð mest en Krónan minnst. mbl.is

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um allt að 35,4% frá því að verðlagseftirlitið hóf mælingar á körfunni í öllum helstu matvöruverslunarkeðjum í apríl í fyrra. Vörukarfan, sem inniheldur allar almennar mat- og drykkjarvörur til heimilisins, hefur á þessu níu mánaða tímabili hækkað mest í lágvöruverðsverslunum um 30%-35% og í klukkubúðum um 24%-26%.

Af þeim tíu verslunarkeðjum þar sem verð vörukörfunnar er mælt hefur verðið hækkað mest í Bónus, um 35,4% frá því í apríl og um 34,1% í Kaskó. Í Nettó hefur karfan hækkað um 30,6% og í Krónunni um 29,4%.

Í klukkubúðunum hefur verð körfunnar hækkað mest í Samkaupum-Strax eða um 26,4% frá því í vor. Í 11-11 nemur hækkunin 24,6% og í 10-11 hefur vörukarfan hækkað um 23,8% á síðustu níu mánuðum.

 Minnst hækkun í Nóatúni og Hagkaup

 Í stórmörkuðunum hefur karfan hækkað mest í Samkaupum-Úrval um 21,2% en minnstar hækkanir á vörukörfunni á tímabilinu hafa hins vegar verið í Nóatúni 14,3% og í Hagkaupum 14,5%.

Sjá nánar á vef ASÍ


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert