Ekki auðvelt að loka Guantánamo

John Craddock og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, á fundi í …
John Craddock og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, á fundi í Reykjavík fyrir rúmu ári. mbl.is/Sverrir

Yf­ir­maður herafla NATO í Evr­ópu seg­ir, að það verði ekki auðvelt fyr­ir Barack Obama, Banda­ríkja­for­seta, að loka fanga­búðum Banda­ríkja­hers við Guantánamoflóa á Kúbu. Óvíst sé, að sum lönd vilji taka við föng­um þótt þeir eigi þar rík­is­borg­ara­rétt.

John Craddock, yf­ir­maður herafla NATO í Evr­ópu, er stadd­ur á Íslandi vegna ráðstefnu um ör­ygg­is­mál á norður­slóðum. Hann var yf­ir­maður suður­flota Banda­ríkja­hers á ár­un­um 2004-2006 og bar þá ábyrgð á Guantánamo-fanga­búðunum. Þar eru enn 245 fang­ar. Obama hef­ur fyr­ir­skipað að búðunum verði lokað inn­an árs en óvíst er hve marg­ir fang­ar verða sótt­ir til saka og hvert marg­ir þeirra verða send­ir.

Craddock seg­ist í viðtali við AP frétta­stof­una  einnig hafa áhyggj­ur af því að marg­ir þeirra fanga, sem verið hafa í búðunum, muni skipu­leggja nýj­ar árás­ir á Banda­rík­in og banda­lags­ríki þeirra. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert