Árekstur í Reykjanesbæ

Harður árekstur tveggja bíla varð á Njarðarbraut í Reykjanesbæ um kl. 16.50 í dag. Fjórir úr bílunum fóru á sjúkrahús til skoðunar. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fór allt fólkið heim eftir skoðun og aðhlynningu. Lögreglan rekur slysið til hálku.

Ein kona var flutt af slysstaðnum með sjúkrabíl á sjúkrahúsið. Hinir þrír komust af sjálfsdáðum á spítalann. Ekki var um veruleg meiðsli að ræða, að sögn vakthafandi læknis.

Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum skemmdust bílarnir mikið við áreksturinn og þurfti að draga þá báða af staðnum. Bílarnir skemmdust svo illa að skráningarnúmerin voru tekin af báðum bílunum á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert