Hætt við þriggja hæða mislæg gatnamót

Borg­ar­ráð staðfesti á fundi sín­um í dag að horfið hef­ur verið frá þriggja hæða mis­læg­um gatna­mót­um við Miklu­braut og Kringlu­mýr­ar­braut.  Þriggja hæða mis­læg gatna­mót voru eitt helsta stefnu­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins í síðustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Degi B. Eggerts­syni, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í borg­ar­stjórn.

„Borg­ar­ráð var með ákvörðun sinni að staðfesta niður­stöðu sam­ráðshóps um um­ferðar­mál á gatna­mót­un­um en hann var sett­ur á fót á síðasta ári að til­lögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Eft­ir að hóp­ur­inn hafði farið yfir um­ferðartöl­ur og önn­ur gögn náðist samstaða um að í stað mis­lægra gatna­móta á þrem­ur hæðum yrði Mikla­braut lögð í stokk en nú­ver­andi gatna­mót héldu sér að öðru leyti. Útfærsla þessa efn­is var lögð fram í sam­ráðshópn­um af full­trú­um íbúa­sam­taka Hlíðahverf­is.

Áður­nefnd niðurstaða telst ótví­rætt til tíma­móta. Vakn­ar sú spurn­ing að með henni hafi Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tekið upp ný viðhorf í sam­göngu- og skipu­lags­mál­um Reykja­vík­ur. Er ástæða til að taka und­ir orð Gísla Marteins Bald­urs­son­ar borg­ar­full­trúa sem var formaður sam­ráðshóps­ins um að sér­stakt fagnaðarefni sé að þetta ára­tuga deilu­mál hafi nú leyst í sátt. Full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í sam­ráðshópn­um var Stefán Bene­dikts­son vara­borg­ar­full­trúi og arki­tekt," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Degi.

Sam­eig­in­leg bók­un borg­ar­ráðs var svohljóðandi:

„Borg­ar­ráð fagn­ar niður­stöðu starfs­hóps­ins og þeirri lausn sem þar er kynnt vegna fram­kvæmda við Miklu­braut/​Kringlu­mýr­ar­braut. Borg­ar­ráð þakk­ar starfs­hópn­um góð störf og þá sam­stöðu sem nú hef­ur, með þver­póli­tísku sam­ráði og öfl­ugri aðkomu íbúa­sam­taka, verið tryggð um þetta brýna hags­muna­mál borg­ar­búa."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert