Hreiðar Már nýkominn frá Suðurskautslandinu

Hreiður Már Sigurðsson.
Hreiður Már Sigurðsson. mbl.is/Kristinn

Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings er nýkominn til landsins eftir frækilega svaðilför á Suðurskautslandinu, en þar kleif Hreiðar rúmlega 4.000 metra háan tind ásamt félögum sínum.

Athygli hefur vakið að Hreiðar hefur ekki svarað umfjöllun fjölmiðla um umdeildar lánveitingar til valinna viðskiptavina Kaupþings undanfarið og hefur látið Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann, alfarið um það. Á því varð breyting í gær er Hreiðar sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar Kastljóssins um lánveitingarnar og viðtals við Kristinn Hrafnsson, fyrrverandi fréttamann á Stöð 2.

Fjallaklifur hefur verið áhugamál Hreiðars í mörg ár og hefur hann m.a klifið Kilimanjaro og Mont Blanc svo fátt eitt sé nefnt. Meðal klifurfélaga Hreiðars eru Lýður Guðmundsson í Bakkavör og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka