Mannhæðarhá björg hrundu úr Steinafjallinu í gær

Sigurjón Pálsson og Helgi Ingvarsson skoða klettinn sem féll úr …
Sigurjón Pálsson og Helgi Ingvarsson skoða klettinn sem féll úr Steinafjalli en hann stoppaði í vegkantinum á þjóðvegi eitt. mbl.is/Jónas í Fagradal

„Við  heyrðum bara mik­inn dynk og svo sáum við þetta,“ seg­ir Sig­ur­jón Páls­son, bóndi á Stein­um und­ir Eyja­fjöll­um, sem varð vitni að því þegar mann­hæðar­há­ir hnull­ung­ar hrundu niður Steina­fjalls­hlíðina, rétt vest­an við bæ­inn. Sumt af grjót­inu rúllaði alla leið suður fyr­ir þjóðveg eitt og má telj­ast mildi að eng­inn bíll var á veg­in­um þegar bergið losnaði.

Sig­ur­jón veit ekki hvað or­sakaði hrunið, hvorki frost né leys­ing­ar hafa verið á þessu svæði að und­an­förnu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka