Dyrum Alþingishússins var samstundis læst þegar hópur námsmanna hóf að hrópa og klappa þar fyrir utan síðdegis. Þar var komin hópur námsmanna úr til að sýna tilvonandi ríkisstjórn að námsmenn ætluðu að halda uppi verulegum þrýstingi á nýju stjórnina.
Sigurður Kári Árnason oddviti Röskvu segir að námsmenn í félaginu séu að sýna verðandi stjórnvöldum að námsmenn krefjist þess að hætt verði við að skerða framlög til Lánasjóðs Íslenskra námsmanna og Háskóla Íslands. Hann segir að kröfunni verði haldið til streitu þótt ný ríkisstjórn taki við og námsmenn ætli að halda uppi verulegum þrýstingi á stjórnvöld um að hætt verði að hunsa námsmenn eins og fráfarandi ríkisstjórn hafi gert. Steingrímur J. Sigfússon formaður vinstri grænna fór út úr þinghúsinu og ræddi við námsmennina stutta stund.