Sýknaður af ummælum í bloggi

Gaukur Úlfarsson var m.a. annar skapari Silvíu Nætur.
Gaukur Úlfarsson var m.a. annar skapari Silvíu Nætur. mbl.is/RAX

Hæstirétt­ur hef­ur sýknað Gauk Úlfars­son í meiðyrðamáli, sem Ómar Valdi­mars­son höfðaði á hend­ur hon­um vegna um­mæla á bloggsíðu. Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði áður sak­fellt Gauk og dæmt hann til að greiða Ómari 300 þúsund krón­ur í skaðabæt­ur.

Til­drög máls­ins voru þau, að í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna árið 2007  skrifaði Gauk­ur m.a. á bloggsíðu sína á blog.is, að Ómar væri „Aðal Ras­isti Blogg­heima.“ Einnig sagði hann: „Nú hef ég fundið einn til, svæsn­ari en hinir lagðis sam­an, tals­mann Imp­reglio á Íslandi,“ og: „Ég mæli því með því að þið ágæta fólk látið í ykk­ur heyra á kerf­inu hans svo að út­lend­inga hat­ur hans standi þar ekki óhaggað.“

Héraðsdóm­ur dæmdi þessi um­mæli  dauð og ómerk. Hæstirétt­ur taldi hins veg­ar, að skoða mætti skrif Gauks sem lið í al­mennri umræðu um stjórn­mál í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga, en þau birt­ust í miðli sem op­inn var hverj­um sem vildi kynna sér þau. Ómar hafi tekið þátt í þeirri umræðu á sama vett­vangi.

Taldi Hæstirétt­ur að um­mæli Gauks hafi verið álykt­an­ir sem hann hafi talið sig geta reist á orðum Ómars og því yrði ekki slegið föstu að þær hafi verið með öllu staðlaus­ar. Það hafi verið á valdi hvers þess, sem kynnti sér grein­ar þær sem um­mæl­in birt­ust í, að móta sér sjálf­stæða skoðun á því hvort gild­is­dóm­ar Gauks hafi verið á rök­um reist­ir, en gagn­vart þeim sem ekki hafi verið sama sinn­is hafi orð hans dæmt sig sjálf.

Vegna þessa og að gætt­um rétti hans sam­kvæmt stjórn­ar­skrár­inn­ar voru um­mæl­in ekki ómerkt og bóta­kröf­ur Ómars voru ekki tekn­ar til greina. 

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert