Kona verði dómsmálaráðherra

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Lík­legt er að nýir ráðherr­ar viðskipta­mála og dóms­mála komi ekki úr hópi þing­manna, að sögn frétta­stofu Stöðvar 2 og Bylgj­unn­ar. Frétta­stof­an seg­ir að þau Gylfi Magnús­son pró­fess­or við HÍ og Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir pró­fess­or við Há­skól­ann á Bif­röst komi til greina í þau embætti.

Meiri vafi var sagður á því að Bryn­dís kæmi til greina sem dóms­málaráðherra en Gylfi sem viðskiptaráðherra. Þó var talið víst að leitað væri að konu í embætti dóms­málaráðherra.

Gylfi hef­ur verið reglu­leg­ur álits­gjafi fjöl­miðla vegna hinna ýmsu álita­efna í kjöl­far hruns bank­anna, en hann er með doktors­próf í hag­fræði frá Yale-há­skóla í Banda­ríkj­un­um. Einnig vakti Gylfi at­hygli er hann sagði bank­ana gjaldþrota, við litla hrifn­ingu stjórn­enda Kaupþings, en reynd­ist síðan sann­spár.  

Áður en Gylfi hóf kennslu- og rann­sókn­ar­störf við Há­skóla Íslands var hann blaðamaður á Morg­un­blaðinu í nokk­ur sum­ur, sinnti kennslu við Mennta­skól­ann við Sund og kennslu við Yale-há­skóla.

Bryn­dís er lög­fræðing­ur að mennt og var þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar áður en hún hóf störf hjá Bif­röst.

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert