Í árslok 2008 voru þeir sem fengið höfðu úrskurð um 75% örorku rúmlega 15.000 sem er rúmlega 8% af vinnafli í landinu. Í hópnum fjölgaði um 550 frá árinu áður. Skiptingin milli kynja er þannig að karlar eru 6.000 og konur 9.000 þannig að karlar eru 40% og konur 60%.Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins.
Svokallað nýgengi örorku, þ.e. fjöldi nýrra örorkumatsúrskurða, á árinu 2008 var hins vegar töluvert meira en heildarfjölgun örorkulífeyrisþega. Nýgengi örorku var 1.301 einstaklingur árið 2008, þ.a. 564 karlar (43%) og 737 konur (57%). Þetta er nokkuð meiri fjölgun en síðustu ár en heldur minna en árið 2004. Að meðaltali hefur nýgengið verið um 1.250 manns frá árinu 2004.