15 þúsund manns metnir 75% öryrkjar

Frá húsnæði Tryggingastofnunar.
Frá húsnæði Tryggingastofnunar. mbl.is/Árni Torfason

Í árs­lok 2008 voru þeir sem fengið höfðu úr­sk­urð um 75% ör­orku rúm­lega 15.000 sem er rúm­lega 8% af vinnafli í land­inu. Í hópn­um fjölgaði um 550 frá ár­inu áður. Skipt­ing­in milli kynja er þannig að karl­ar eru 6.000 og kon­ur 9.000 þannig að karl­ar eru 40% og kon­ur 60%.Þetta kem­ur fram á vef Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Svo­kallað ný­gengi ör­orku, þ.e. fjöldi nýrra ör­orkumats­úrsk­urða, á ár­inu 2008 var hins veg­ar tölu­vert meira en heild­ar­fjölg­un ör­orku­líf­eyr­isþega. Ný­gengi ör­orku var 1.301 ein­stak­ling­ur árið 2008, þ.a. 564 karl­ar (43%) og 737 kon­ur (57%). Þetta er nokkuð meiri fjölg­un en síðustu ár en held­ur minna en árið 2004. Að meðaltali hef­ur ný­gengið verið um 1.250 manns frá ár­inu 2004. 

Sjá nán­ar á vef SA

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert