Nýskráningar ökutækja frá 1.-23. janúar 2009 voru samtals 193. Á á sama tímabili í fyrra voru 1.806 ökutæki nýskráð hér á landi, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. Þetta er 89,3% fækkun nýskráninga milli ára. Um er að ræða nýskráningu og eigendaskipti allra ökutækja en ekki bara bifreiða.
Fækkun varð einnig í fjölda eigendaskipta en þó ekki eins mikil og í nýskráningum. Eigendaskipti ökutækja á fyrrgreindu tímabili voru nú 3.751 en þau voru 5.639 á sama tímabili í fyrra. Hlutfallsleg fækkun eigendaskipta var því 33,5% milli ára.