Atvinnulausum fjölgar

Byggingariðnaðurinn hefur orðið einna harðast úti í efnahagskreppunni.
Byggingariðnaðurinn hefur orðið einna harðast úti í efnahagskreppunni. mbl.is/Golli

Skv. upp­lýs­ing­um frá Vinnu­mála­stofn­un eru 12.704 á at­vinnu­leys­is­skrá í dag. Þar af eru 2.173 í hluta­störf­um. At­vinnu­leysið er mest á höfuðborg­ar­svæðinu, eða um 8.000 manns. Bú­ast má við því að fleiri upp­sagn­ir muni ber­ast á borð stofn­un­ar­inn­ar í dag, jafn­vel allt að 100 upp­sagn­ir.

Í janú­ar hafa 36 upp­sagn­ir borist Vinnu­mála­stofn­un, þar af 12 í gær. Ótt­ast er að at­vinnu­laus­um muni halda áfram að fjölga næstu mánuði.

Sam­kvæmt frétt Vinnu­mála­stofn­un­ar var at­vinnu­leysi í des­em­ber 4,8% þegar 7.902 voru án at­vinnu að meðaltali. Þá var áætlaður mannafli á vinnu­markaði 166.332. Sé miðað við sama mannafla er at­vinnu­leysið nú rúm 7%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert