Skv. upplýsingum frá Vinnumálastofnun eru 12.704 á atvinnuleysisskrá í dag. Þar af eru 2.173 í hlutastörfum. Atvinnuleysið er mest á höfuðborgarsvæðinu, eða um 8.000 manns. Búast má við því að fleiri uppsagnir muni berast á borð stofnunarinnar í dag, jafnvel allt að 100 uppsagnir.
Í janúar hafa 36 uppsagnir borist Vinnumálastofnun, þar af 12 í gær. Óttast er að atvinnulausum muni halda áfram að fjölga næstu mánuði.
Samkvæmt frétt Vinnumálastofnunar var atvinnuleysi í desember 4,8%
þegar 7.902 voru án atvinnu að meðaltali. Þá var áætlaður mannafli á
vinnumarkaði 166.332. Sé miðað við sama mannafla er atvinnuleysið nú rúm 7%.