Frjálslyndir ekki með

Guðjón Arnar Kristjánsson.
Guðjón Arnar Kristjánsson. mbl.is

„Við lít­um svo á að ekki sé verið að biðla til hlut­leys­is okk­ar, það hef­ur ekk­ert verið við okk­ur talað. Mér sýn­ist Sam­fylk­ing og VG ætla að láta duga að styðjast við hlut­leysi Fram­sókn­ar­flokks­ins,“ seg­ir Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formaður Frjáls­lynda flokks­ins.

Guðjón seg­ir að full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs hafi haldið full­trú­um Frjáls­lynda flokks­ins upp­lýst­um um gang mála. Það hafi hins veg­ar verið al­mennt orðað, full­mótaður mál­efna­samn­ing­ur nýrr­ar rík­is­stjórn­ar hafi ekki verið lagður fyr­ir frjáls­lynda.

„Við vilj­um sjá verk­efna­lista, hvaða verk­efni á að ráðast í og hvernig á að út­færa þau nán­ar. Við get­um ekki tekið af­stöðu til ein­hvers sem er al­mennt orðað,“ seg­ir Guðjón Arn­ar. og bæt­ir við að líkt og áður muni Frjáls­lyndi flokk­ur­inn styðja öll góða mál­efni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert