Geir: Stjórnuðust af hatri á einu manni

Geir H. Haarde í ræðustól á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Geir H. Haarde í ræðustól á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/Kristinn

„Því miður Sam­fylk­ing­in hef­ur, og kannski ein­hverj­ir fleiri, með ótrú­lega skrýtn­um hætti látið stjórn­ast af hatri á ein­um manni. Það virðist hafa úr­slita áhrif í af­stöðu þeirra til skipu­lags­breyt­inga á  stjórn­kerf­inu. Það er ekki góð ástæða til að end­ur­skipu­leggja í stjórn­kerf­inu." Þetta sagði Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra á fundi sjálf­stæðismanna á Grand hót­el.

Geir sagði á fund­in­um að Sam­fylk­ing­in hefði á síðustu vik­um bug­ast og látið und­an þrýst­ingi m.a. vegna mót­mæla á göt­um borg­ar­inn­ar. Af­leiðing­in væri sú að rík­is­stjórn­in væri að fara frá. Hann sagði að Sam­fylk­ing­in væri ekki einn stjórn­mála­flokk­ur. Hún væri eins og nafnið benti til sam­fylk­ing ólíkra hópa. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir formaður flokks­ins hefði verið límið í þessu sam­starf­inu. Eft­ir fund Sam­fylk­ing­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík hefði verið ljóst að formaður Sam­fylk­ing­ar hefði ekki ráðið við aðstæður.

Geir sagði að þær viðræður sem hefðu átt sér stað á heim­ili sínu hefðu verið sýnd­ar­viðræður. Á fund­un­um hefðu full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar lagt fram fjög­ur atriði sem þeir vildu leggja áherslu á, að á áfram yrði unnið að end­ur­reisn efna­hags­líf­is­ins í sam­starfi við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn, breyt­ing­ar yrðu gerðar á stjórn­ar­skrá, tekið yrði til í Seðlabank­an­um og aðgerðir gerðar í þágu heim­il­anna. Fimmta til­lag­an hefði síðan verið að verk­stjórn­ar­valdið færðist yfir Sam­fylk­ing­ar, þ.e. for­sæt­is­ráðuneytið. Á síðari fund­in­um hafði þessi til­laga breyst í skil­yrði. Þessu hefði að sjálf­sögðu verið hafnað.

Geir bent á að þau 10 skil­yrði sem full­yrt hefði verið í Morg­un­blaðinu í vik­unni að lögð hefðu verið sig hefðu aldrei verið lögð fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Aðeins hefðu verið lagðar fram þess­ar fimm kröf­ur og þær hefðu all­ar verið born­ar fram munn­lega.

Geir gagn­rýndi hvernig staðið hefði verið að breyt­ing­um á Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Hann vakti at­hygli á að sum­ir stjórn­ar­menn í Fjár­mála­eft­ir­lit­inu hefðu frétt af því eft­ir á að þeir hefðu sagt af sér. Þessi mik­il­væga stofn­un væri nú stjórn­laus.

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður …
Geir H. Haar­de, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert