Geir: Stjórnuðust af hatri á einu manni

Geir H. Haarde í ræðustól á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Geir H. Haarde í ræðustól á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/Kristinn

„Því miður Samfylkingin hefur, og kannski einhverjir fleiri, með ótrúlega skrýtnum hætti látið stjórnast af hatri á einum manni. Það virðist hafa úrslita áhrif í afstöðu þeirra til skipulagsbreytinga á  stjórnkerfinu. Það er ekki góð ástæða til að endurskipuleggja í stjórnkerfinu." Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á fundi sjálfstæðismanna á Grand hótel.

Geir sagði á fundinum að Samfylkingin hefði á síðustu vikum bugast og látið undan þrýstingi m.a. vegna mótmæla á götum borgarinnar. Afleiðingin væri sú að ríkisstjórnin væri að fara frá. Hann sagði að Samfylkingin væri ekki einn stjórnmálaflokkur. Hún væri eins og nafnið benti til samfylking ólíkra hópa. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður flokksins hefði verið límið í þessu samstarfinu. Eftir fund Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hefði verið ljóst að formaður Samfylkingar hefði ekki ráðið við aðstæður.

Geir sagði að þær viðræður sem hefðu átt sér stað á heimili sínu hefðu verið sýndarviðræður. Á fundunum hefðu fulltrúar Samfylkingarinnar lagt fram fjögur atriði sem þeir vildu leggja áherslu á, að á áfram yrði unnið að endurreisn efnahagslífisins í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, breytingar yrðu gerðar á stjórnarskrá, tekið yrði til í Seðlabankanum og aðgerðir gerðar í þágu heimilanna. Fimmta tillagan hefði síðan verið að verkstjórnarvaldið færðist yfir Samfylkingar, þ.e. forsætisráðuneytið. Á síðari fundinum hafði þessi tillaga breyst í skilyrði. Þessu hefði að sjálfsögðu verið hafnað.

Geir bent á að þau 10 skilyrði sem fullyrt hefði verið í Morgunblaðinu í vikunni að lögð hefðu verið sig hefðu aldrei verið lögð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Aðeins hefðu verið lagðar fram þessar fimm kröfur og þær hefðu allar verið bornar fram munnlega.

Geir gagnrýndi hvernig staðið hefði verið að breytingum á Fjármálaeftirlitinu. Hann vakti athygli á að sumir stjórnarmenn í Fjármálaeftirlitinu hefðu frétt af því eftir á að þeir hefðu sagt af sér. Þessi mikilvæga stofnun væri nú stjórnlaus.

 
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður …
Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka