Geir þakkar stjórum Seðlabanka vel unnin störf

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Geir H. Haar­de, frá­far­andi for­sæt­is­ráðherra þakkaði í dag banka­stjórn Seðlabank­ans fyr­ir náið og ánægju­legt sam­starf. Jafn­framt þakkaði Geir banka­stjórn­inni fyr­ir vel unn­in störf und­an­farna mánuði við gríðarlega erfiðar og óvenju­leg­ar aðstæður.

Bréf for­sæt­is­ráðherra til banka­stjórn­ar Seðlabank­ans

Banka­stjórn Seðlabanka Íslands
Reykja­vík 

Nú þegar ég hverf úr embætti for­sæt­is­ráðherra vil ég nota tæki­færið og færa banka­stjórn Seðlabanka Íslands bestu þakk­ir fyr­ir náið og ánægju­legt sam­starf þann tíma sem ég hef setið í rík­is­stjórn.  Ég vil jafn­framt þakka banka­stjórn­inni og öll­um starfs­mönn­um  bank­ans fyr­ir vel unn­in störf und­an­farna mánuði við gríðarlega erfiðar og óvenju­leg­ar aðstæður.

Óska ég Seðlabanka Íslands, banka­stjórn og öðru starfsliði, allra heilla á kom­andi árum.

Geir H. Haar­de

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert