Gera of mikið úr vandanum

Geir H. Haarde í ræðustól á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag.
Geir H. Haarde í ræðustól á fundi Sjálfstæðisflokksins í dag. mbl.is/Kristinn

 Því fer fjarri að ástandið í efnahagsmálum sé eins slæmt og margir hafa viljað halda fram. 10% samdráttur, eins og horfur eru á að verði á þessu ári, þýði að við verðum á svipuðum stað og árið 2006. Þetta sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á fjölmennum fundi sjálfstæðismanna sem nú stendur yfir á Grand hótel. Á fundinum fara flokksmenn yfir stjórnarsamstarf við Samfylkinguna. Yfirskrift fundarins er "Snúum vörn í sókn.

Geir hafnaði því að það hefði verið mistök að opna hagkerfið. Hann benti á að það þyrfti að verða 10% samdráttur á ári í fjögur ár til að staða efnahagslífsins yrði komin á þann stað sem hún var áður en hagkerfið var opnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert