Mikilvægt að skipta út sendum

Nýir neyðarsendar geta flýtt fyrir björgun.
Nýir neyðarsendar geta flýtt fyrir björgun. mbl.is/

Cospas-Sarsat gervihnattahlustun eftir neyðarsendingum á tíðninni 121,5 MHz verður hætt 1. febrúar, samkvæmt frétt frá Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar (LHG). Þessar sendingar koma frá gömlum neyðarsendum skipa, báta og smærri flugvéla.  LHG segir að aðeins ein af hverjum 50 neyðarsendingum á 121,5/243 MHz sé raunverulegt neyðartilvik. Þetta hafi í för með sér veruleg  áhrif á vinnu leitar- og björgunarstöðva (SAR).

LHG segir að hægt sé að draga verulega úr fölskum neyðarsendingum með notkun 406 MHz neyðarsendanna. Mjög mikilvægt sé að skipta út gömlum neyðarsendum fyrir þá nýju. Neyðarsendar á 406 MHz með innbyggðum GPS sendi frá sér nákvæma staðsetningu við ræsingu sendis. Leitarsvæðið verði því minna og líkur á að mun fyrr verði komið til bjargar. Biðtími er minna en sex mínútur frá ræsingu nýju sendanna þar til stjórnstöð LHG fær upplýsingar og getur brugðist við þeim.

Áríðandi er að nýju sendarnir verði settir sem fyrst í alla báta, ekki síst björgunarbáta, að sögn LHG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert