Hugnast norska krónan

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Árni Sæberg

Norska dag­blaðið Klassekam­pen birt­ir viðtal við Stein­grím J. Sig­fús­son, vænt­an­leg­an fjár­málaráðherra nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, í dag. Stein­grím­ur prýðir forsíðu blaðsins und­ir fyr­ir­sögn­inni: „Hugn­ast norska krón­an“.

Stein­grím­ur seg­ir í viðtal­inu að hann hafi óskað eft­ir viðræðum við norska fjár­málaráðherr­ann, Krist­inu Hal­vor­sen, um út­víkk­un á gjald­eyr­is­sam­starfi þjóðanna. Henni sé boðið hingað til lands til að vera viðstödd 10 ára af­mæli Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs dag­ana 6. og 7. fe­brú­ar nk. Norska krón­an gæti verið val­kost­ur við evr­una.

Hann seg­ir m.a. að Vinstri græn­ir séu harðir á því að inn­ganga í Evr­ópu­sam­bandið sé ekki lausn­in á vanda Íslend­inga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert